Valentino Maxwell hefur leikið sinn síðasta leik í Iceland Express deildinni með Keflvíkingum. Kappinn hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og svo virðist sem fljótlega í morgun sárið hafi kappinn fengið uppsagnarbréfið.
Valentino virist sýna fína takta á undirbúningstímabilinu en meiðist svo í leik gegn KR. Keflvíkingar sýndu Maxwell mikla þolinmæði í meiðslum hans og leið rúmur mánuður þar til hann var leikfær að nýju. Kappinn hefur hinsvegar ekki þótt sýna það sem í honum bjó fyrir meiðslinn og því var þessi niðurstaða hjá stjórn Keflvíkinga. Búast má fastlega við því að Keflvíkingar leiti nú vestur um haf af arftaka Valentino.




