spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Síðustu leikir ársins í 1. deild

Leikir dagsins: Síðustu leikir ársins í 1. deild

 
Tveir leikir eru á dagskránni í 1. deild karla í kvöld og að þeim loknum er 1. deildin rétt eins og úrvalsdeildirnar komin í jólafrí. Báðir hefjast leikirnir í kvöld kl. 19:15 þegar Ármann tekur á móti Leikni og Skallagrímur fær topplið Þórs úr Þorlákshöfn í heimsókn. 
Benedikt Guðmundsson og Þórsarar eiga möguleika á því að fara ósigraðir inn í jólafríið en með sigri í kvöld geta Borgnesingar jafnað Þór Akureyri að stigum í 3. sæti deildarinnar. Þá geta Leiknismenn með sigri á Ármanni jafnað Ármann, Laugdæli og Hött að stigum og þannig sett fjögur lið í botninn yfir hátíðarnar.
 
Aðrir leikir kvöldsins:
 
18:30: 10. flokkur drengja/ bikar: ÍR-Valur
19:00: KR b – Stjarnan b
Fréttir
- Auglýsing -