Mikið var um að vera í NBA deildinni í nótt en 11 leikir voru á boðstólunum og unnu Dwyane Wade og félagar í Miami Heat sinn ellefta deildarsigur í röð. Þá vann LA Clippers sinn sjötta deildarsigur á tímabilinu þegar liðið heimsótti Detroit Pistons.
Miami heimsótti New York í Madison Square Garden og skellti gestgjöfum sínum 91-113 en Heat lögðu grunninn að sigrinum með sterkum þriðja leikhluta sem fór 33-17 Heat í vil. LeBron James landaði myndarlegri þrennu með 32 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Bosh og Wade komu þar næstir báðir með 26 stig svo þrennan hnykklaði vöðvana í nótt. Hjá Knicks var Amare Stoudemire með 24 stig og 14 fráköst og Danilo Gallinari var með 25 stig og 4 af 8 í þristum.
LA Clippers unnu sinn fyrsta útisigur á tímabilinu í nótt er þeir lögðu Detroit Pistons 88-109. Blake Griffin var venju samkvæmt fyrirferðamikill í liði Clippers með 24 stig og 17 fráköst og flottasta sniðskot tímabilsins til þessa –sjá hér.
Önnur úrslit næturinnar:
Indiana 108-99 Cleveland
Philadelphia 81-93 LA Lakers
Toronto 98-92 New Jersey
Atlanta 90-85 Charlotte
New Orleans 100-71 Utah
Oklahoma 102-87 Sacramento
Houston 103-87 Memphis
Dallas 106-91 Phoenix
Portland 107-102 Minnesota
Mynd/ Blake Griffin er allt í öllu hjá Clippers




