spot_img
HomeFréttirJón stigahæstur í tapi Granada í gær

Jón stigahæstur í tapi Granada í gær

 
C.B. Granada tók á móti Lagun Aro í spænsku ACB deildinni í gær þar sem gestirnir í Lagun fóru með 75-68 sigur af hólmi. Jón Arnór var stigahæstur í liði Granada með 15 stig og lék í tæpar 33 mínútur í leiknum en þrátt fyrir það var hann ekki í byrjunarliðinu.
Jón var einnig með þrjár stoðsendingar í leiknum en eftir ósigurinn í gær er Granada í næstneðsta sæti deildarinnar á Spáni með 3 sigra og 9 tapleiki.
 
Fréttir
- Auglýsing -