spot_img
HomeFréttirToppliðið vinsælast í 1. deild karla

Toppliðið vinsælast í 1. deild karla

 
Þór Þorlákshöfn er ekki aðeins ósigrað í 1. deild karla það sem af er þessari leiktíð heldur er klúbburinn einnig sá vinsælasti í deildinni ef marka má niðurstöður úr síðustu könnun hér á Karfan.is. Síðustu daga höfum við spurt með hvaða liði fólk haldi í 1. deild karla og þar urðu Þorlákshafnarbúar hlutskarpastir með 17% atkvæða en rétt rúmlega 600 manns tóku þátt í könnuninni.
Úrslit:
 
Þór Þorlákshöfn 17%
Skallagrímur 14%
FSu 11%
Þór Akureyri 11%
Breiðablik 10%
Laugdælir 10%
Valur 10%
Ármann 6%
Höttur 5%
Leiknir 4%
 
Eins og sést hér í könnuninni þá er Skallagrímur næstvinsælasta lið deildarinnar og FSu þriðja vinsælasta liðið.
 
Nú er komin inn ný könnun og að þessu sinni spyrjum við hvað verði á matarborðunum þessi jólin.
Fréttir
- Auglýsing -