spot_img
HomeFréttirNBA-deildin keypti NBA-lið

NBA-deildin keypti NBA-lið

NBA-deildin gekk í gær frá kaupunum á New Orleans Hornets. Fyrrverandi eigandi liðsins George Shinn er búinn að vera reyna losna við liðið í töluverðan tíma og var hann í samningaviðræðum við minnihlutaeiganda liðsins, Gary Chouest, þess efnis að hann tæki yfir liðið. Þær samningaviðræður skiluðu engu og að lokum gengu David Stern og félagar frá kaupunum.
David Stern sagði í tilkynningu að stefnan væri ekki að eiga liðið til lengri tíma en nú færi af stað leit að nýjum eiganda. Og helst eiganda sem vildi halda liðinu í New Orleans.
 
George Shinn stofnaði Hornets árið 1988 en þá lék félagið í Charlotte. Hann flutti svo með liðið til New Orleans árið 2002.
 
Mynd: Chris Paul og félagar eru komnir með nýjan eiganda – David Stern.
 
Fréttir
- Auglýsing -