Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir útskrifaðist úr Texas Christian háskólanum á laugardaginn og hélt upp á það með því að eiga góðan leik í öruggum 94-76 sigri á Sam Houston State í fyrrinótt. www.visir.is greinir frá.
Helena var nálægt þrennunni í leiknum en hún var þá með 18 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar á 31 mínútu.
Helena kláraði próf í fjölmiðlun og getur nú einbeitt sér að fullu að körfunni næstu þrjá mánuði en þetta er síðasta tímabilið hennar með TCU-liðinu.



