spot_img
HomeFréttirFjórða árið í röð hjá Helenu og Jóni

Fjórða árið í röð hjá Helenu og Jóni

 
Í ár er fjórða árið í röð þar sem Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir eru valin körfuknattleiksfólk ársins af Körfuknattleikssambandi Íslands. Jón leikur með C.B. Granada á Spáni og Helena leikur með bandaríska háskólaliðinu TCU. 
Jón var fyrst kosinn körfuknattleiksmaður ársins árið 2002 en Helena var fyrst kosin árið 2005 og hefur allar götur síðan þá verið körfuknattleikskona ársins. Jón hefur verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins í öll skiptin síðan 2002 nema einu sinni árið 2006 en þá var Brenton Birmingham valinn körfuboltamaður ársins.
 
Körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins frá árinu 2000:
 
2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir
2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir
2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir
2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir
2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir
2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir
2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
 
Fréttir
- Auglýsing -