spot_img
HomeFréttirReykjavíkurmótið 2010: Tveir leikir í kvöld

Reykjavíkurmótið 2010: Tveir leikir í kvöld

 
Körfuknattleiksdeildir íþróttafélaganna í Reykjavík í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur hafa ákveðið að halda Reykjavíkurmót í körfubolta dagana 27.-30. desember. Ráðist hefur verið í þetta til að brjóta æfingatörn liðanna yfir jólin upp á skemmtilegan hátt og auka leikjafjölda tímabilsins um leið auk þess sem þetta gamalgróna mót var ekki haldið í haust. 
Leikið er í tveimur þriggja liða riðlum dagana 27.-29. desember og barist um sæti fimmtudaginn 30. desember. Meðfylgjandi er riðlaskipting og leikjaniðurröðun mótsins. Eru körfuboltaáhangendur hvattir til að láta sjá sig og hvetja sitt lið til sigurs! Fyrsta keppnisdegi lauk í gærkvöldi og fylgir hér umsögn frá leikjunum tveimur:
 
Reykjavíkurmót karla í körfuknattleik hófst í gærkveldi með tveimur leikjum en spilað var í DHL höll þeirra KR-inga. Að þessu sinni eru 6 lið sem taka þátt og leikið er í tveimur 3 liða riðlum. Fyrri leikurinn var viðureign KR-inga og Ármenninga í A-riðli og eftir nokkuð jafnan leik fram í 3.leikhluta þá stungu heimamenn af og sigruðu örugglega 97-72. Bæði lið sýndu á köflum skemmtilega takta en KR-ingar voru númeri of stórir að lokum og keyrðu yfir Ármenninga í fjórða leikhluta. Seinni leikurinn var viðureign Fjölnismanna og Leiknis í B-riðli. Fjölnismenn sigruðu 71-51 og var leikurinn lítið fyrir augað en menn náðu að hlaupa af sér jólasteikina og vel var tekið á því. Fjörið heldur svo áfram í kvöld þegar Leiknismenn mæta Valsmönnum í Seljaskóla kl 18:00 og Ármenningar fá svo ÍR-inga í heimsókn í Laugardalshöllina kl 18:30. Körfuboltaáhugamenn og sérstaklega stuðningsmenn liðanna hvattir til þess að mæta og fylgjast með enda frítt á leikina.
A-Riðill
KR
ÍR
Ármann
 
B-Riðill
Valur
Fjölnir
Leiknir
 
Leikjaniðurröðun:
Mánudagur 27. desember
18:15 DHL-höllin – KR – Ármann 97-72
20:00 DHL-höllin – Fjölnir – Leiknir 71-51
 
Þriðjudagur 28. desember
17:30 Seljaskóli – Leiknir – Valur
18:30 Laugardalshöll – Ármann – ÍR
 
Miðvikudagur 29. desember
18:15 Vodafone – Valur – Fjölnir
20:00 Vodafone – ÍR – KR
 
Fimmtudagur 30. desember
Tilkynnt síðar – 5.-6. sæti
17:15 Dalhús – 3.-4. sæti
19:00 Dalhús – Úrslitaleikur

Mynd/ Ægir og félagar í Fjölni lögðu Leikni í gær.

Fréttir
- Auglýsing -