spot_img
HomeFréttirToronto vann Dallas og Spurs lögðu Lakers

Toronto vann Dallas og Spurs lögðu Lakers

 
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Toronto gerðu góða ferð til Dallas og lögðu heimamenn 76-84. Þá mættust San Antonio Spurs og LA Lakers á heimavelli Spurs þar sem Tony Parker og félagar höfðu betur 97-82. 
Ed Davis kom sterkur af varamannabekk Toronto í nótt og gerði 17 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Hjá Dallas var Jason Terry með 18 stig af bekknum og því enginn byrjunarliðsmaður í leiknum sem var stigahæstur. Dallas lék án Dirk Nowitzki sem er enn meiddur.
 
Franski leikstjórnandinn Tony Parker skoraði 23 stig gegn LA Lakers í 97-82 sigri Spurs á meisturunum. Hjá Lakers var Kobe Bryant með 21 stig.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Cleveland 95-110 Orlando
Indiana 83-95 Boston
Miami 106-98 New York
Chicago 90-77 Milwaukee
Denver 95-77 Portland
 
Um þessar mundir eru það svo Houston Rockets sem eru á mestu siglingunni í NBA deildinni með 5 sigurleiki í röð en þau tíðindi bárust fyrir skemmstu að kínverski ristinn Yao Ming yrði ekki meira með á leiktíðinni sökum meiðsla.
 
Mynd/ Grimmur! Tony Parker setti 23 stig á Lakers í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -