Við litum við á bikarviðureign Stjörnunnar b og Valsmanna í 10. flokki karla um helgina og var þar um sannkallaðan spennuslag að ræða. Leikurinn fór fram í Ásgarði og voru það Valsmenn sem byrjuðu betur en heimamenn í Stjörnunni létu deigan ekki síga.
Stjarnan b er 9. flokkur félagsins og tekur þátt í bikarkeppninni sem b-lið í 10. flokki. Eftir ærslafullar lokamínútur hafði Stjarnan b að lokum sigur, lokatölur 54-52 Garðbæinga í vil.



