Hólmarar greindu frá því á vefsíðu sinni á mánudag að miðherji liðsins, Ryan Amoroso, gæti hugsanlega verið frá leik einhverjar vikur. Ryan meiddist á kálfa í tapi Snæfells gegn Keflavík í siðustu umferð Iceland Express deildar karla.
Meiðslin eltu Ryan inn í Keflavíkurleikinn en hann hlaut þau á æfingu með Snæfell. Kappinn náði aðeins um þremur mínútum í Keflavíkurleiknum en varð að játa sig sigraðan. Amoroso fór í læknisskoðun í gær en þjálfari liðsins Ingi Þór Steinþórsson sagði að leikmaðurinn gæti verið frá í 2-4 vikur eða jafnvel 3-6 vikur.



