spot_img
HomeFréttirNaumt tap hjá Vésteini og félögum á útivelli

Naumt tap hjá Vésteini og félögum á útivelli

 
Vésteinn Sveinsson var á ferðinni um helgina með Marshalltown í 2. deild bandarísku háskóladeildarinnar í körfuknattleik. Fyrir leikinn hafði Marshalltown unnið tvo leiki í röð en fengu stopp á heimavelli Southeastern Community College, lokatölur 79-75.
Vésteinn gerði 3 stig í leiknum og gaf 4 stoðsendingar. Þá er aðeins einn leikur eftir hjá Marshalltown í deildarkeppninni en sá fer fram þann 19. febrúar n.k. þegar Marshalltown mætir Indian Hills skólanum.
 
Fréttir
- Auglýsing -