spot_img
HomeFréttirÚrslit: Hamar deildarmeistari í Iceland Express deild kvenna

Úrslit: Hamar deildarmeistari í Iceland Express deild kvenna

 
Heil umferð fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þar sem Hamar fagnaði deildarmeistaratitlinum í fyrsta sinn í sögu féalgsins. Þá er þetta jafnframt fyrsti titill félagsins í meistaraflokki. Þrátt fyrir deildarmeistaratignina tapaði Hamar í kvöld 57-63 þegar KR kom í heimsókn.
Úrslit kvöldsins:
 
Hamar 57-63 KR
 
Keflavík 81-84 Haukar
Katie Snodgrass gerði 28 stig og gaf 4 stoðsendingar og Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með 19 stig og 11 fráköst í liði Hauka. Hjá Keflavík var Jacquline Adamshick með 27 stig og 8 fráköst og Bryndís Guðmundsdóttir bætti við 22 stigum og 9 fráköstum.
 
Njarðvík 86-79 Fjölnir
Shayla Fields gerði 31 stig og gaf 7 stoðsendingar í liði Njarðvíkinga. Hjá Fjölni voru Natasha Harris og Inga Buzoka með 24 stig og Bergþóra Tómasdóttir með 20 stig.
 
Snæfell 67-72 Grindavík
Monique Martin gerði 28 stig og tók 18 fráköst í liði Snæfells en Janese Banks var með 25 stig og 12 fráköst í liði Grindavíkur.
 
Hamar er því deildarmeistari í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik tímabilið 2010-2011. Til hamingju Hvergerðingar!
 
Nánar síðar…

Mynd/ Sævar Logi Ólafsson: Íris Ásgeirsdóttir fyrirliði Hamarskvenna með sigurlaun Hamarskvenna, deildarmeistara í Iceland Express deild kvenna leiktíðina 2010-2011.
 

Fréttir
- Auglýsing -