spot_img
HomeFréttirGunnar Einars: Þetta sýnir hvað koma skal í úrslitakeppninni

Gunnar Einars: Þetta sýnir hvað koma skal í úrslitakeppninni

 Gunnar Einarsson var kokhraustur eftir sigurinn á Grindavík í kvöld. "Þetta var bara gaman og það sem koma skal í úrslitakeppninni hjá okkur, klárir í slaginn og þessi sigur fínt veganesti."
"Ég er ekki alveg viss hverja við fáum í fyrstu umferð en það er alltaf gaman að spila við Njarðvík og það væri gott að fá svona stemmningsleiki strax. Í kvöld vorum við bara allir mættir til leiks frá fyrstu mínútu og það var í raun og veru það sem skilaði þessum sigri."
 
 Það er sjaldan lognmolla í kringum Gunnar Einarsson og lenti hann í útistöðum við hinn íturvaxna Ryan Pettinella hjá Grindavík. "Það er svona þegar menn mæta öðrum sem eru jafn "kjötaðir" og hann. " sagði Gunnar og glotti. 
Fréttir
- Auglýsing -