spot_img
HomeFréttirHeat lögðu Lakers: Stórleikur Stoudemire dugði ekki til

Heat lögðu Lakers: Stórleikur Stoudemire dugði ekki til

 
Þrír stórleikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem hið marg gagnrýnda lið Miami Heat batt enda á átta leikja sigurgöngu LA Lakers í deildinni. Með sigrinum ná Heat að slá smá ryki yfir gagnrýnisraddir enda var nýafstaðin fimm leikja taphryna þeirra kölluð ,,Crygate“ og vísað þar í að einhverjir leikmenn Heat hefðu verið í tárum eftir síðustu tapleiki sem jafnan runnu liðsmönnum Heat úr greipum í lokaskotinu.
Miami Heat 94-88 LA Lakers
Chris Bosh var stigahæstur hjá Heat með 24 stig og 9 fráköst, Dwyane Wade bætti við 20 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum og LeBron James var ekki fjarri þrennunni með 19 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Hjá Lakers var Kobe Bryant með 24 stig og Pau Gasol með 20 stig og 5 fráköst.
 
Dallas 127-109 New York
Amare Stoudemire fór mikinn í liði New York með 36 stig og 7 fráköst en það dugði ekki til að þessu sinni. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 23 stig og 9 fráköst.
 
Phoenix 97-116 Denver
Miðherjinn Nene var með 22 stig og 7 fráköst í liði Denver en hjá Phoenix var Pólverjinn Marcin Gortat atkvæðamestur með 14 stig og 18 fráköst.
 
Svona lítur staðan út hjá 8 efstu liðunum á austur- og vesturströndinni:
 
Vesturströndin:
San Antonio
Dallas
LA Lakers
Oklahoma
Denver
Portland
New Orleans
Memphis
 
Austurströndin:
Boston
Chicago
Miami
Orlando
Atlanta
New York
Philadelphia
Indiana
 
Mynd/ Heat eru komnir aftur á réttan kjöl.
 
Fréttir
- Auglýsing -