spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Undanúrslit kvenna hefjast í dag

Leikir dagsins: Undanúrslit kvenna hefjast í dag

 
Keppni í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna hefst í dag þegar Hamar tekur á móti Njarðvík í blómabænum Hveragerði og Keflavík fær Íslandsmeistara KR í heimsókn í Toyota-höllina. Báðir leikirnir hefjast kl. 16:00.
Njarðvík lagði Hauka að velli 2-0 í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og KR lagði Snæfell 2-0 sömuleiðis en Keflavík og Hamar sátu hjá í fyrstu umferðinni þar sem liðin voru í 1. og 2. sæti að lokinni deildarkeppninni. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í undanúrslitum tryggir sér farseðilinn í úrslitaeinvígið.
 
16:00 Hamar-Njarðvík
16:00 Keflavík-KR
 
Þá er einnig fjöldi leikja í yngri flokkum og neðri deildum í dag en yfirlit yfir alla leiki dagsins má nálgast hér.
 
Mynd/ KR á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð eftir sigur á Hamri í oddaleik.
 
Fréttir
- Auglýsing -