spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR jafnaði einvígið gegn Keflavík

Úrslit: KR jafnaði einvígið gegn Keflavík

 
Íslandsmeistarar KR eru búinir að jafna undanúrslitaeinvígið gegn Keflavík, staðan er 1-1 eftir viðureign liðanna í DHL-Höllinni í kvöld en það voru Keflvíkingar sem unnu fyrsta leikinn í Toyota-höllinni. Melissa Jeltema fór mikinn í sínum fyrsta leik hjá KR.
KR 75-64 Keflavík
Meilissa Jeltema var að öðrum ólöstuðum besti maður leiksins með 25 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar, henni næst var Hildur Sigurðardóttir með 12 stig og 5 fráköst. Hjá Keflavík var Bryndís Guðmundsdóttir með 21 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir 16.
 
Liðin mætast í sínum þriðja leik á föstudagskvöld og þá verður Margrét Kara Sturludóttir lögleg á nýjan leik með KR.
 
Nánar síðar
 
Mynd/ Tomasz Kolodziejski: Melissa í baráttunni gegn Pálínu Gunnlaugsdóttur í DHL-Höllinni í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -