Lokahóf meistaraflokka körfuknattleiksdeildar Skallagríms var haldið laugardagskvöldið 26. mars að Hótel Hamri. Leikmönnum voru veittar viðurkenningar fyrir veturinn og slegið var á létta strengi.
Viðurkenningar voru veittar til efnilegasta leikmanns og fyrir mestu framfarir. Þá kusu leikmenn úr sínum hópi besta leikmann tímabilsins.
Hjá meistaraflokki kvenna hlaut Þórdís Arnarsdóttir viðurkenningu fyrir mestu framfarir og Guðrún Ingadóttir fékk viðurkenningu sem efnilegasti leikmaður auk þess að hljóta titilinn besti leikmaður hjá körfuknattleiksdeild 2011.
Hjá meistaraflokki karla hlaut Birgir Þór Sverrisson viðurkenningu fyrir mestu framfarir, Davíð Guðmundsson fékk viðurkenningu sem efnilegasti leikmaðurinn og Hafþór Ingi Gunnarsson hlaut titilinn besti leikmaður hjá körfuknattleiksdeild 2011.
Körfuknattleiksdeild félagsins hélt aðalfund sinn fyrr í vikunni. Nokkrar breytingar urðu á stjórn á fundinum. Pálmi Blængsson er áfram formaður en Björn Bjarki Þorsteinsson og Bjarni Waage koma nýir inn í stjórn. Kristín Valgarðsdóttir og Helga Halldórsdóttir verða meðstjórnendur. Gunnar Jónsson og Helgi Helgason hættu í stjórn á þessum fundi. Rekstur deildarinnar skilaði 3.3 miljón króna hagnaði árið 2010 sem er mikill viðsnúningur frá fyrri árum“
Ljósmynd/ Helga H. Frá vinstri: Hafþór Ingi Gunnarsson, Davíð Guðmundsson, Birgir Þór Sverrisson, Þórdís Arnardóttir, Guðrún Ingadóttir.



