Töfrabarnið frá Spáni, Ricky Rubio, verður kynntur til leiks á þriðjudag sem nýjasti liðsmaður Minnesota Timberwolves en þangað var hann valinn í nýliðavalinu 2009. Síðustu tvö tímabil hefur Rubio legið undir feldi og hugsað sinn gang. ,,Ég hef loksins ákveðið að hefja för mína inn í NBA,“ er haft eftir Rubio sem á dögunum varð Spánarmeistari með Barcelona.
Aðlögunin verður ekki auðveld fyrir Rubio sem hefur ekki fundið taktinn undanfarið og missti m.a. byrjunarliðssæti sitt hjá Barcelona. Samkeppnin mun því einungis aukast fyrir Spánverjann unga sem aðeins 14 ára gamall lék sinn fyrsta leik í efstu deild á Spáni.
Hjá Minnesota bíður Rubio ærinn starfi en liðið vann aðeins 17 deildarleiki á síðasta tímabili og tapaði 65.



