Í kvöld eða réttara sagt kl. 00.00 að íslenskum tíma hefst nýliðavalið í NBA en þetta er alltaf skemmtilegur árstími þegar næsti skammtur af hæfileikaríkum leikmönnum fá ný heimili. Sá leikmaður sem mikið er rætt um er Kirie Irving en leikstjórnandinn ungi þykir líklegastur til að vera valinn fyrstur.
Cleveland á fyrsta valrétt og telja margir sérfræðingar að þeir noti valréttinn til að velja Irving. Aðspurður segist Irving ekki líkjast neinum leikmanni í deildinni sérstaklega en telur sig helst vera blöndu af leikstjórnendunum Chauncey Billups hjá New York og Chris Paul hjá New Orleans.
,,Mér finnst ég vera blanda af Chauncey Billups og Chris Paul og vera þarna mitt á milli. Billups er meira fyrir að spila á hálfum velli á meðan Paul er meira fyrir að keyra upp hraðann og ég kann vel við mig þarna á milli.“
Mynd: Kylie Irving er sjóðandi heitur þessa dagana eins og íslenskir leikmenn fengu að sjá á sínum tíma þegar hann spilaði hér á landi – Snorri Örn Arnaldsson



