spot_img
HomeFréttirÍsland mun leika um sæti 9-16

Ísland mun leika um sæti 9-16

 
U20 ára landslið Íslands landaði í gær sínum fyrsta sigri á Evrópumeistaramótinu sem nú fer fram í Bosníu. Íslenska liðið mætti Hvíta-Rússlandi en fyrir leikinn höfðu bæði lið tapað þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Ísland hafði að lokum betur 97-84 þar sem Haukur Helgi Pálsson gerði 33 stig, tók 9 fráköst og var með 5 stolna bolta.
Nánar er hægt að lesa um leik Íslands á heimasíðu KKÍ
 
Næsti leikur liðsins verður á miðvikudag en frídagur er í dag hjá öllum keppendum.
 
Við lendum í milliriðli með Ísrael, Finnlandi og Stóra Bretlandi sem koma úr C-riðli. Finnar og Ísrael taka með sér 2 stig en Finnar unnu Breta og Ísrael vann okkur.
 
Við leikum gegn Finnum á miðvikudag og Stóra Bretlandi á fimmtudag. Þessar fjórar þjóðir ásamt Póllandi og Rúmenum úr A-riðli og svo Slóvökum og Hollendingum úr B-riðlinum eru að berjast um sæti 9 – 16.
 
Mynd/ www.kki.is – U20 ára landslið Íslands eftir sigur á Hvíta-Rússlandi.
Fréttir
- Auglýsing -