Margrét Kara Sturludóttir hefur verið gerð að fyrirliða meistaraflokks kvenna hjá KR ásamt Helgu Einarsdóttur. Í kjölfar brotthvarfs Hildar Sigurðardóttur var ljóst að hennar skarð sem fyrirliða þyrfti að fylla og ljóst að þessi leið blasti við. Margrét Kara kórónaði frábært tímabil sitt í fyrra með vali sínu sem besti leikmaður Iceland Express deildarinnar og tekur nú við enn frekara leiðtogahlutverki innan liðsins sem einn reynslumesti leikmaður liðsins með Helgu sér við hlið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KKD KR.
KR-liðið er hægt og rólega að setja saman leikmannahóp sinn fyrir tímabilið en fyrr í sumar gengu þær Bryndís Guðmundsdóttir og Rannveig Ólafsdóttir til liðs við þær svarthvítu.
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson: Margrét Kara Sturludóttir tekur við fyrirliðabandinu í Vesturbænum.



