Haukar munu ekki flýta sér að leita eftirmanns og mun til að byrja með aðeins tefla fram einum erlendum leikmanni.
Mike Ringgold leystur undan samningi hjá Haukum
Það eru fleiri tíðindi sem berast úr Hafnarfirði í dag en samkvæmt heimasíðu Hauka þá hefur liðið sagt upp samningi sínum við Mike Ringgold og mun hann leika með Þór Þorl. í Iceland Express deildinni.
Á heimasíðu Hauka segir:
Mike Ringgold mun ekki leika með Haukaliðinu í Iceland Express deildinni í vetur en stjórn kkd. Hauka ákvað að rifta samningi hans. Mike er þó ekki horfinn úr Iceland Express deildinni þar sem að Þór Þorl. mun nýta krafta hans í stað Hauka.
Mike kom til Hauka í byrjun september og spilaði með liðinu í Reykjanesmótinu sem haldið var í síðasta mánuði.
Til að byrja með munu Haukar einungis tefla fram einum erlendum leikmanni í Iceland Express deildinni.
Fréttir



