“Miðað við það fordæmi sem ÍR hefur gefið seinustu ár. Við erum með að ég tel mjög þéttan hóp sem er til alls líklegur. Ef við komim faglega að þessu þá er ekki spurning að þurfa flest lið að allvega vita af okkur”.
ÍR hefur líklega ekki státað af jafn mikilli breydd í mörg ár og mun það vafalaust koma þeim vel í vetur.
“Það skiptir engu hver er að byrja eða hver er að skora. Við ætlum okkur bara eitt markmið og það er mjög skýrt. Ég held að það þurfi ekkert að fara mörgum orðum um það að það er löngu kominn tími á að hengja einn fána í viðbót í Seljaskóla”.
Fjölnir skoraði 101 sitg gegn ÍR í kvöld og viðurkenndi Kristinn að það væri áhyggjuefni en vildi þó meina að Fjölnisliðið væri vanmetið.
“Hörku lið, þeir spila up tempo leik og ég held að Fjölnir eigi eftir að skora fullt af stigum. Þeirri veiki hlekkur er kannski inní, þeir eru ekki með hávaxið lið. Þeir eru með hörku bakverði þarna en það verður mikil blóðtaka þegar þeir missa Ægir. Ég held að Fjölnir eigi alltaf eftir að skora mörg stig þegar Ægir er við stjórnvölin”.



