spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Flest eftir bókinni

Úrslit kvöldsins: Flest eftir bókinni

Leikjum kvöldsins er nú lokið og má segja að flest úrslit hafi verið eftir bókinni. Snæfell, Stjarnan og Njarðvík unnu í Iceland Express deildinni en í 1. deildinni unnu Akurnesingar, ÍG og Breiðablik.
Á Ásvöllum sigruðu Snæfellingar Hauka 93-89 eftir jafnan og spennandi leik. Brandon Cotton skoraði 33 stig fyrir Snæfell og Jovanni Shuler 20 fyrir Hauka.

 
Stjarnan gerði góða ferð á nýja parketið á Króknum og sigraði heimamenn í Tindastól 105-91. Fannar Helgason var með 26 stig fyrir Garðbæinga og Maurice Miller sem mætti á Krókinn í morgun var með 22 fyrir heimamenn.
 
Í Vodafonehöllinni tóku nýliðarnir á móti Njarðvík, liðin tvö sem spáð var falli af fyrirliðum og forráðamönnum og má segja að Hlíðarendadrengir hafi aldrei séð til sólar. Njarðvíkingar gjörsigruðu þá 92-63. Hjörtur Einarsson skoraði 18 stig fyrir Njarðvík en Igor Tratnik var með 22 fyrir Val.
 
Ármann og Breiðablik mættust í hörkuleik þar sem Blikar sigu framúr í lokn og unnu 86-81. Þorsteinn Gunnlaugsson skoraði 22 stig fyrir Breiðablik en fjórir leikmenn skoruðu 11 stig fyrir Ármann, það voru þeir Pétur Jakobsson, Helgi Hrafn Þorláksson, Illugi Auðunsson og Elliði Vignisson.
 
Á Akureyri gjörsigruðu nýliðar Akurnesinga Þórsara 75-58. Terrence Watson skoraði 35 stig fyrir Akurnesinga auk þess að taka 17 fráköst en Þorbergur Ólafsson var með 16 fyrir heimamenn.
 
Í Grindavík tóku hinir nýliðarnir, ÍG á móti FSu og fóru leikar svo að ÍG sigraði 95-91. Stigahæstur ÍG mann var þjálfari Grindavíkur, Helgi Jónas Guðfinsson með 27 stig en Orri Jónsson skoraði 23 fyrir FSu.
 
Meira síðar …
Fréttir
- Auglýsing -