spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: Fimmta umferðin hefst í IE-deild kvenna

Leikir kvöldsins: Fimmta umferðin hefst í IE-deild kvenna

 
Í kvöld hefst fimmta umferðin í Iceland Express deild kvenna með viðureign Hamars og Fjölnis í Hveragerði kl. 19.15. Leikið er aftur á laugardag og á sunnudag lýkur umferðinni með Reykjavíkurslag KR og Vals.
Leikur kvöldsins í IE-deild kvenna:
19.15 Hamar-Fjölnir
 
Hamar situr á botni deildarinnar án stiga en Fjölniskonur hafa 4 stig í 3.-6. sæti ásamt Val, Snæfell og Njarðvík.
 
Þá er einn leikur í unglingaflokki kvenna í kvöld þegar Keflavík tekur á móti KR kl. 19.30. Tveir leikir eru svo á dagskránni í 2. deild karla. Báðir hefjast leikirnir kl. 20.00 en þá eigast við Hekla og Smári annarsvegar og svo Víkingur Ólafsvík og Mostri hinsvegar.
Fréttir
- Auglýsing -