David Tairu var stigahæsti maður KR í kvöld og hann hefði hæglega líka getað verið skúrkurinn í vesturbænum. Tairu bað um bandarískt leikhlé gegn Keflavík þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum og boltinn í leik. Slíkt er ekki við lýði í Evrópuboltanum og Keflvíkingar gengu á lagið, unnu boltann af Tairu en röndóttir héldu út gegn lokaáhlaupi gestanna. Tairu bar sig vel eftir leik og er nú reynslunni ríkari eftir hamaganginn.
Karfan TV ræddi einngi við Magnús Þór Gunnarsson eftir leik og hann tók undir að Keflvíkingar hefðu einfaldlega gert of mikið af mistökum í kvöld til að landa sigri í DHL-Höllinni.



