spot_img
HomeFréttirSnorri: Minnst vika í Jovan

Snorri: Minnst vika í Jovan

Jovan Zdravevski var ekki með Stjörnunni á föstudag þegar Garðbæingar unnu frækinn útisigur á Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni. Gömul meiðsli tóku sig upp á dögunum hjá Jovan gegn KR og á hann minnst viku í að verða leikfær með Stjörnunni.
 
,,Það tóku sig upp gömul meiðsli hjá Jovan í síðustu viku, sem versnuðu svo til muna í leiknum gegn KR. Hann er búinn að vera í meðferð við meiðslunum, en það er enn minnst vika í að hann verði leikfær. Við höfum svo sem engar áhyggjur af þessu, hann jafnar sig pilturinn og á meðan stíga aðrir leikmenn upp,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í snörpu samtali við Karfan.is.
 
Fréttir
- Auglýsing -