spot_img
HomeFréttirJence Ann: Náðum upp sjálfstraustinu

Jence Ann: Náðum upp sjálfstraustinu

,,Við urðum smá stressaðar á öllu umtalinu og pressunni sem fylgdi velgengninni á undirbúningstímabilinu. Í kvöld slöppuðum við af og náðum aftur upp kraftinum í okkar leik og þar af leiðandi sjálfstraustinu. Vonandi getum við haldið áfram á þessum nótum út tímabilið,“ sagði Jence Ann Rhoads í samtali við Karfan.is í kvöld eftir frækinn 66-60 sigur Hauka á toppliði KR í Iceland Express deild kvenna.
 
,,Í kvöld einbeittum við okkur að vörninni og héldum KR í 60 stigum, KR hefur marga leikmenn sem geta skorað og því var það algjört lykilatriði að mæta með góða vörn og hafa mikla orku í vörninni,“ sagði Jence en stuðningsmenn Hauka voru búnir að bíða lengi eftir svona frammistöðu frá sínum konum.
 
,,Stuðningsmennirnir hjálpuðu okkur með þetta í kvöld, þeir ráku okkur áfram og við sýndum þeim að þessi gæði eru til staðar í liðinu. Við náðum þessu ekki fram hjá liðinu í byrjun deildarkeppninnar, við bara vorum ekki að smella saman. Nú erum við komnar á svipaðan stað og þegar við vorum upp á okkar besta á undirbúningstímabilinu og vonandi fer þetta bara batnandi,“ sagði Jence sem að öðrum Haukakonum ólöstuðum var einn sterkasti maður vallarins með 21 stig gegn KR í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -