Hamid Dicko hefur verið frá æfingum í Valsliðinu síðan á sunnudag en þá fékk hann þungt högg á aðra öxlina í leik með Val gegn Njarðvík í Lengjubikar karla. Ágúst Sigurður Björgvinsson þjálfari Vals sagði í samtali við Karfan.is í dag að ekki væri nákvæmlega vitað hvenær hann yrði klár í slaginn.
,,Við vitum ekki nákvæmlega hvenær hann verður klár en hann hitti bæklunarlæknir á mánudag. Hann er byrjaður í sjúkraþjálfun og vonumst við til að hann verði tilbúinn sem allra fyrst þar sem hann er að komast betur inn í þetta hjá okkur og átti sinn besta leik í vetur gegn Njarðvík,“ sagði Ágúst en næsti leikur Valsmanna er í Lengjubikar karla þann 21. nóvember næstkomandi gegn Keflavík.
Mynd/ [email protected]



