spot_img
HomeFréttirWilliams fór í nýliðavalið en heldur nú til Póllands

Williams fór í nýliðavalið en heldur nú til Póllands

Jordan Williams fyrrum liðsfélagi Hauks Helga Pálssonar hjá Maryland fór að loknu síðasta tímabili í nýliðaval NBA deildarinnar þar sem hann var valinn nr. 36 af New Jersey Nets. Williams sem er sökum verkbannsins ekki kominn með samning í NBA deildinni heldur nú á vit ævintýranna til Póllands.
 
Williams hefur samið við pólskt lið en fyrir leikmann úr háskólaboltanum sem ekki er kominn með NBA samning getur nokkur áhætta verið á ferð. Lítið sem ekkert öryggisnet er fyrir hendi fyrir leikmenn í stöðu Williams t.d. ef hann meiðist í Póllandi en að sama skapi var heldur aldrei tryggt að hann fengi samning hjá Nets þó þeir hefðu valið hann í nýliðavalinu.
 
Ef leiktíðin í NBA verður endanlega flautuð af er Williams ásamt fleiri leikmönnum komnir í ansi myndarlegan pott af leikmönnum sem eru í nýliðavali og þeirra sem eru með lausa samninga. Ef engin leiktíð verður í NBA þetta tímabilið gæti gríðarleg samkeppni myndast um lausar stöður hjá NBA liðum leiktíðina 2012-2013 og er hún nú ekki lítil fyrir.
 
Mynd/ Williams í leik með Maryland á síðasta tímabili.
 
Fréttir
- Auglýsing -