spot_img
HomeFréttirBragi: Liggur hjá mér að finna nýjar leiðir og halda áfram að...

Bragi: Liggur hjá mér að finna nýjar leiðir og halda áfram að koma á óvart

,,Leiktíðin fór rosalega vel af stað hjá okkur og kannski var það bara einhver bjarnargreiði því við héldum greinilega að við værum orðin eitthvað númer. Staðreyndin er einfaldlega sú að við þurfum að vinna virkilega mikla vinnu í hverjum einasta leik til að eiga séns í þessi liðs,“ sagði Bragi Magnússon þjálfari Fjölniskvenna eftir tap liðsins gegn Val í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Þetta var sjötta tap Fjölnis í röð í deildinni eftir gott upphaf á tímabilinu.
,,Það er einfaldlega þannig að okkur var spáð neðsta sæti og það hefur svo sem ekkert breyst í því en við teljum okkur geta gert mun betur og um leið og við finnum þennan neista sem við höfðum í upphafi tímabils þá verða allir spenntir og tilbúnir á nýjan leik. Þá getum við líka mætt hverjum sem er og unnið hvern sem er. Núna er þetta þannig að liðin eru svolítið farin að læra inn á okkur og því liggur það hjá mér að finna nýjar leiðir og halda áfram að koma á óvart,“ sagði Bragi sem er þó ekki farinn að örvænta.
 
,,Ég myndi samt gjarnan vilja sjá meiri leikgleði í hópnum heldur en var í þessum leik. Við erum svolítið búnar að missa leikgleðina og þurfum að ná henni upp. Alveg sama inn í hvaða leik við komum við erum alltaf ,,underdog.“ Það er okkar að berja okkur í gegnum það og það verður ekki hægt með svona frammistöðu eins og í kvöld enda var þetta einn slakasti leikurinn okkar hingað til. Við höldum bara áfram að vinna í okkar málum.“
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -