spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Þór í 5. sætið með sigri á Fjölni

Umfjöllun: Þór í 5. sætið með sigri á Fjölni

Þór tók á móti Fjölni í Icelandic Glacial höllinni í gærkvöldi í Iceland Express deild karla. Leikurinn fór rólega af stað. Jafnræði var með liðunum framan af en Þór þó alltaf skrefinu á undan. Þór náði 6 stiga forystu þegar að mínúta lifði af leikhlutanum og sá munur hélst til loka. Staðan eftir 1. leikhluta var 25-19.
Þór byrjaði sterkt í öðrum leikhluta og komust 10 stigum yfir í stöðunni 29-19. Sá munur hélst fram eftir leikhlutanum en Fjölnir náði aðeins að rétta sinn hlut undir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 40 – 34. Bæði lið að spila fína vörn en að gera mikið af mistökum í sókninni.
 
Benedikt hefur náð að berja menn saman í hálfleiknum því Þórsarar komu gríðarlega sterkir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu 12 stigin í 3. leikhluta. Fjölnir skoraði fyrstu körfu sína í seinni hálfleik þegar um fjórar og hálf mínúta var búin. Þór lagði grunninn að sigrinum á þessum kafla og unnu þennan leikhluta 25 – 12. Staðan fyrir loka leikhlutann var 65 – 46.
 
Þessi munur hélst fram undir miðjan 4. leikhluta þá kom fínn kafli hjá Fjölni og náðu að minnka muninn í 11 stig í stöðunni 79 – 68 en þá kom þristur hjá Emil Karel sem kom muninum í 14 stig og þar við sat. Þór vann góðan sigur á Fjölni 82 – 68.
 
Ægir Þór Steinarsson og Árni Ragnarsson spiluðu ekki með Fjölni í þessum leik og munar nú um minna. Bæði lið voru að hitta mjög illa fyrir utan þriggja stiga línuna en Þór þó með ögn skárri nýtingu eða 25 % 7/28 En Fjölnir hitti aðeins úr 2 af 20 þriggjastiga skotum sínum í leiknum.
Fín stemning var í húsinu. Græni drekinn lét vel í sér heyra.
 
Stigaskor
 
Þór Þorlákshöfn: Guðmundur Jónsson 16/5 fráköst, Darrin Govens 16/5 fráköst, Michael Ringgold 14/13 fráköst, Darri Hilmarsson 14/5 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 8, Grétar Ingi Erlendsson 7, Marko Latinovic 4/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 3, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0.
 
Fjölnir: Calvin O’Neal 23/7 fráköst, Nathan Walkup 11/13 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 10, Jón Sverrisson 10/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/6 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 6, Gústav Davíðsson 0, Tómas Daði Bessason 0, Trausti Eiríksson 0, Halldór Steingrímsson 0.
 
Mynd/ Úr safni
 
Umfjöllun/ Björn Ægir Hjörleifsson
 
  
Fréttir
- Auglýsing -