spot_img
HomeFréttirEkkert að gera upp í úrvalsdeild hlaðinn útlendingum

Ekkert að gera upp í úrvalsdeild hlaðinn útlendingum

Hamarsmenn hafa ákveðið að segja upp samningi sínum við Brandon Cotton sem kom til þeirra frá Snæfell nú snemma leiktíðar. Uppsögn þessi kemur kannski fáum á óvart þar sem piltur átti virkilega erfitt með það að spila fimm manna bolta. Þetta staðfesti Lárus Ingi Friðfinnsson formaður KKD Hamars í samtali við Karfan.is.
 "Þetta var einhljóma ákvörðun stjórnar að láta drenginn fara. Hann var ágætis drengur svo sem en það fylgdu honum ákveðin vandamál. Nú ætlum við bara að vera rólegir fram að áramótum í það minnsta og við munum ekki taka inn annan útlending fyrir þann tíma. Ætlum að nota þann mannskap sem við erum með og hafa þetta íslenskt.  Ég hef ekki heyrt annað en að það sé ánægja með þessa ákvörðun en annars er ég þeirrar skoðunar að þú hefur ekkert að gera uppí úrvalsdeild með lið sem er hlaðið útlendingum." sagði Lárus ennfremur við Karfan.is
 
Hamar er sem stendur í 5 sæti 1. deildar með 4 sigra í 8 leikjum. 
 
Mynd/ Lárus Jónsson þjálfari Hamars ætlar ekki að notast meir við Brandon Cotton
 
 
Fréttir
- Auglýsing -