spot_img
HomeFréttirGuðbjörg: Kemur þegar við finnum ,,swag-ið“ okkar

Guðbjörg: Kemur þegar við finnum ,,swag-ið“ okkar

Valur tapaði sínum áttunda deildarleik í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar KR kom í heimsókn. Guðbjörg Sverrisdóttir gerði sex stig í leiknum fyrir Val sem situr í 6. sæti deildarinnar með 8 stig. Guðbjörg býst við að gengi Vals breytist til hins betra þegar liðið finnur ,,swag-ið“ sitt.
,,Sveiflurnar í deildinni skýrast kannski af því að öll liðin í deildinni eru rosalega jöfn svo það skiptir öllu máli hvernig þú kemur stemmdur inn í leikina,“ svaraði Guðbjörg þegar við spurðum hana hvernig Valur færi að því að vinna Hauka úti en tapa svo stórt heima gegn KR.
 
Hvernig verður þá úrslitakeppnin og komist þið í hana?
,,Ó já við ætlum okkur þangað, hún verður bara rosalega spennandi og þó okkur gangi kannski ekki sem best núna munum við koma sterkar inn bráðlega. Við eigum Signýju og Kristrúnu inni sem lítið hafa æft með okkur sökum meiðsla. Melissa var flott gegn Haukum og fín í kvöld en okkur vantar þetta litla ,,extra“ frá öllum leikmönnum liðsins.
 
Á Valur meira inni og hvenær kemur það í ljós?
,,Þetta er góð spurning, það kemur í ljós þegar við erum búnar að finna ,,swag-ið“ okkar,“ sagði Guðbjörg sposk en ,,Swag“ var íslenskað af snillingunum á NBA Ísland sem ,,svægi.“ Erum við með á tandurtæru hvað svægi stendur fyrir, tja… hér á landi í körfuboltanum er það oftar en ekki notað við góða formið, flottu tilþrifin, hugarfar sigurvegarans og þar fram eftir götum.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -