spot_img
HomeFréttirHamar, Stjarnan, KFÍ og Breiðablik komin í 16 liða úrslit

Hamar, Stjarnan, KFÍ og Breiðablik komin í 16 liða úrslit

Fjórir leikir fóru fram í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins í gær þar sem Hamar, Stjarnan, KFÍ og Breiðablik tryggðu sér farseðilinn inn í 16 liða úrslitin. Í dag eru fimm leikir á dagskránni í 32 liða úrslitum og á morgun klárast svo 32 liða úrslitin og þá verður ljóst hvaða 16 lið komast áfram og verða í pottinum næst þegar er dregið.
Úrslit gærkvöldsins:
 
Reynir Sandgerði 66 – 87 Hamar
Stjarnan b 61 – 91 Stjarnan
KFÍ 86 – 52 FSu
Haukar b 62 – 78 Breiðablik
 
Leikir dagsins í 32 liða úrslitum:
 
12:00 ÍBV – Þór Akureyri
13:00 Patrekur – Njarðvík b
14:00 KR b – Höttur
15:15 Ármann – Skallagrímur
17:00 Víkingur Ólafsvík – Þór Þorlákshöfn
 
  
Fréttir
- Auglýsing -