Í dag fögnum við á Karfan.is 6 ára afmælinu okkar. Það var þann 14. desember árið 2005 sem vefsíðan hóf göngu sína og fórum við hljóðlega af stað. Á þessum sex árum hefur lesendahópurinn vaxið ört og skipar nú þúsundir daglega. Við þökkum kærlega fyrir samfylgdina þessi sex ár og ritstjórn sendir sérstakar þakkir til allra þeirra sem hafa lagt síðunni lið síðastliðin ár en þar eru þeir ófáir snillingarnir.
Hér má lesa aðeins nánar um sögu vefsíðunnar
Karfan.is á ekki amalegan afmælisdag, þeir eru fleiri snillingarnir sem halda þennan daginn hátíðlegan en enginn þó stærri en spámaðurinn Nostradamus sem hefði orðið 508 ára í dag. Knattspyrnumaðurinn og Keflvíkingurinn Haraldur Freyr Guðmundsson er þrítugur í dag og kollegi hans úr sportinu Michael Owen er 32 ára en sérstakar heillaóskir fær hann karl faðir minn, Ólafur Björnsson, sem einnig á afmæli í dag og er fæddur árið 1958, reiknið nú.
Endilega látið okkur vita ef fleiri eiga afmæli 14. desember og við komum þeim á listann hér að neðan:
-Karfan.is – 6 ára
-Nostradamus
-Haraldur Freyr Guðmundsson
-Michael Owen
-Ólafur Björnsson
-Guðni Ólafur Guðnason
-Helga Jónasdóttir
F.h. Karfan.is
Jón Björn Ólafsson
Stofnandi, eigandi, ritstjóri, fréttaskrifari og ljósmyndari.
(Aðrir stofnendur Karfan.is: Ingvi Steinn Jóhannsson og Davíð Ingi Jóhannsson)



