spot_img
HomeFréttirZaragoza upp í 8. sæti ACB deildarinnar

Zaragoza upp í 8. sæti ACB deildarinnar

Jón Arnór Stefánsson gerði 5 stig í gærkvöldi þegar CAI Zaragoza nældi sér í tvö góð stig með heimasigri gegn Blusens í ACB deildinni á Spáni en Haukur Helgi Pálsson og félagar í Manresa máttu þola tap á útivelli gegn stórliði Barcelona.
CAI Zaragoza 80-71 Blusens
Jón Arnór Stefánsson gerði 5 stig í leiknum og var í byrjunarliði Zaragoza. Jón lék í rétt rúmar 23 mínútur í leiknum og nýtingin hefur verið betri hjá kappanum, 1 af 6 í teignum og 1 af 5 fyrir utan þriggja. Þá var Jón einnig með 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Með sigrinum er Zaragoza komið í 8. sæti deildarinnar með 6 sigra og 6 tapleiki.
 
 
Barcelona 74-61 Manresa
Haukur Helgi Pálsson fékk að takast á við Börsunga í eina mínútu. Ekki náði Haukur að skora að þessu sinni en hann tók eitt frákast á þessari mínútu. Eftir leikinn gegn Barcelona er Manresa í 12. sæti deildarinnar með 5 sigra og 8 tapleiki.
 
Staðan í ACB deildinni á Spáni
Clasificación Liga Endesa 2011-12 Jornada 13 
Pos Equipo J G P P.F. P.C.  
1   FC Barcelona Regal 13 11 2 982 845  
2   Real Madrid 12 10 2 992 856  
3   Unicaja 13 10 3 1.040 956  
4   Caja Laboral 12 9 3 873 802  
5   Lucentum Alicante 12 9 3 853 847  
6   Cajasol Banca Cívica 13 7 6 991 952  
7   Valencia Basket 12 6 6 908 893  
8   CAI Zaragoza 12 6 6 889 907  
9   Baloncesto Fuenlabrada 12 6 6 918 939  
10   Gescrap Bizkaia 11 5 6 849 861  
11   Gran Canaria 2014 12 5 7 818 830  
12   Assignia Manresa 13 5 8 901 954  
13   Lagun Aro GBC 12 4 8 953 941  
14   FIATC Mutua Joventut 12 4 8 860 917  
15   Blusens Monbus 13 4 9 909 950  
16   UCAM Murcia 13 4 9 884 933  
17   Asefa Estudiantes 13 4 9 881 1.002  
18   Blancos de Rueda Valladolid 12 2 10 850 966
 
Fréttir
- Auglýsing -