spot_img
HomeFréttirDrengjaflokkur Stjörnunnar kominn í undanúrslit bikarsins

Drengjaflokkur Stjörnunnar kominn í undanúrslit bikarsins

Stjarnan sigraði Val í gærkvöld, 99-80 í 8 liða úrslitum bikarkeppni drengjaflokks, en leikið var í Ásgarði.
Ágætur hraði var í leiknum strax í byrjun og skiptust liðin á að skora og leiddu Stjörnudrengir með 1 stigi eftir fyrsta leikhluta.. Góður leikkafli Stjörnunnar í byrjun annars leikhluta kom muninum í 5 stig áður en Valsmenn náðu að jafna leikinn og komast 2 stigum yfir 33-35. Stjörnudrengir hertu þá róðurinn og kláruðu leikhlutann af krafti og leiddu 50-43 í hálfleik í ansi sveiflukenndum leik.
 
Stjörnumenn komu sterkari til leiks inn í seinni hálfleikinn og náðu snemma 10 stiga forystu, en því svöruðu gestirnir með 13 stiga áhlaupi og komust yfir 55-58. Enn einn sterkur leikkafli heimamanna snéri þá leiknum aftur þeim í vil, en leiklutanum var lokað með 14-2 áhlaupi og staðan 69-60 fyrir lokafjórðunginn. 9-0 kafli í byrjun fjórða leikhluta gerði svo út um leikinn, sem heimamenn sigldu í örugga höfn, 99-80.
 
Hjá Stjörnunni var Daði Lár Jónsson stigahæstur með 27 stig og Darri Logi Skúlason skilaði 21 stigi. Hjá Valsmönnum skoraði Hlynur Logi Víkingsson 21 stig og Benedikt Blöndal 17 stig.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -