Það var um sannkallaðann botnslag að ræða þegar lið ÍG og Þór Akureyri mættust í Grindavíkinni í gærkvöldi, bæði lið voru með 8 stig fyrir leikinn og í 8.-9. sæti í 1.deild karla.
Byrjunarlið ÍG: Gummi Braga,Halli, Bergvin, Davíð Arthur og Hilmar H.
Byrjunarlið Þórs: Spencer, Darko, Eric, Stefán, Sindri.
Leikurinn fór heldur fjörlega af stað og var mikið skorað og lítið um varnir í fyrsta leikhlutanum, Þórsarar voru að hitta mikið betur en heimamenn og voru þeir yfir eftir fyrsta leikhluta 21-27.
Í öðrum leikhluta gekk allt á afturfótum hjá ÍG og hinsvegar allt upp hjá gestunum, þeir hittu úr öllum skotum (er ekki hægt að sega að ÍG menn hafi gert það erfitt fyrir þá) og tóku þeir mikla forystu eftir þennan hrikalega leikhluta af hálfu ÍG manna, 35-56! Unnu hann sem sagt 14-29.
Það var allt annað ÍG lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik eftir þrumuræðu frá Kónginum Guðmundi Bragasyni, menn fóru að berjast, láta gestina taka erfið skot og mikilvægast af öllu, hafa gaman af þessu!
Þriðji leikhlutinn vannst með 5 stigum og var allt annað sjá til heimamanna. Um miðjan fjórða leikhluta var munurinn kominn í 5 stig og ekki hægt að segja annað en að farið hafi um þjálfara Þórsara og tók hann leikhlé og henti inn allri hersveitinni sinni inn aftur. En lengra komust heimamenn ekki og kláruðu atvinnumennirnir hjá Þórsurum þetta á lokakaflanum 81-99.
Karfan.is ræddi við Davíð Arthur Friðriksson eftir leikinn:
,,Það góða sem ÍG menn taka úr þessum leik er að þetta er alveg hægt ef menn gleyma ekki af hverju við erum í þessu, hafa gaman og berjast fyrir hvorn annan. Okkur ÍG mönnum hlakkar mikið til að spila næsta leik, því þar mætast einu alvöru íslensku liðin í deildinnni og verður það alvöru leikur í Kópavoginum og hvetjum við alla að mæta og styðja við bakið á sínum liðum. Leikurinn fer fram þann 3.feb kl:20 í Smáranum.
Heildarskor
ÍG: Haraldur Jón Jóhannesson 24/4 fráköst, Bergvin Ólafarson 17/5 fráköst, Davíð Arthur Friðriksson 13/4 fráköst, Helgi Már Helgason 10/6 fráköst, Guðmundur Bragason 9/12 fráköst, Óskar Pétursson 6, Hilmar Hafsteinsson 2, Gylfi Arnar Ísleifsson 0, Andri Páll Sigurðarsson 0, Tómas Guðmundsson 0, Ívar Guðlaugsson 0.
Þór Ak.: Eric James Palm 29, Stefán Karel Torfason 19/8 fráköst, Sindri Davíðsson 18, Darco Milosevic 15/10 fráköst/5 stolnir, Guðmundur Ævar Oddsson 7, Spencer Harris 7, Helgi Hrafn Halldórsson 4, Sigurður Örn Tobíasson 0, Þorbergur Ólafsson 0, Baldur Már Stefánsson 0.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldór Geir Jensson
Mynd/ Úr safni – Rúnar Haukur: Eric Palm setti 29 stig fyrir Þór gegn ÍG.



