Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Houston Rockets og Memphis Grizzlies unnu sína sjöundu leiki í röð. Houston skellti Minnesota Timberwolves og Memphis unnu upp tuttugu stiga forskot Golden State Warriors og lönduðu spennandi eins stigs sigri.
Houston Rockets 107-92 Minnesota Timberwolves
Kevin Martin fór mikinn í liði Houston með 31 stig og Kyle Lowry landaði glæsilegri þrennu með 16 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst. Hjá Minnesota var Kevin Love í stuði með 39 stig og 12 fráköst og Spánverjinn Ricky Rubio bætti við 6 stigum og 12 stoðsendingum.
Golden State Warriors 90-91 Memphis Grizzlies
Rudy Gay var stigahæstur í liði Memphis með 23 stig og 9 fráköst en hjá Golden State var Monta Ellis með 20 stig og 5 stoðsendingar. Golden State leiddu með 13 stigum í hálfleik og í þeim síðari fór munurinn mest upp í 20 stig. Memphis gáfu ekkert eftir heldur söxuðu á forskotið og komust yfir þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Rudy Gay kom Memphis svo í 85-88 þegar 22 sekúndur voru eftir og Golden State átti ekki afturkvæmt eftir það og Memphis kláraði dæmið 90-91.
Önnur úrslit næturinnar:
Philadelphia 103-83 Washington
Boston 87-56 Orlando
Chicago 110-95 New Jersey
Milwaukee 92-97 Atlanta
New Orleans 102-104 San Antonio
Oklahoma 99-79 Detroit
Dallas 93-87 Phoenix
Portland 101-89 Sacramento
Staðan í deildinni
| 2011-2012 DIVISION REGULAR SEASON STANDINGS | ||||||||||
| EASTERN CONFERENCE | ||||||||||
| Atlantic | W | L | PCT | GB | CONF | DIV | HOME | ROAD | L 10 | STREAK |
| Philadelphia4 | 12 | 5 | 0.706 | 0.0 | 8-2 | 1-1 | 8-1 | 4-4 | 7-3 | W 1 |
| Boston7 | 7 | 9 | 0.438 | 4.5 | 7-5 | 2-1 | 5-5 | 2-4 | 4-6 | W 2 |
| New York | 6 | 10 | 0.375 | 5.5 | 5-4 | 2-1 | 3-6 | 3-4 | 4-6 | L 6 |
| New Jersey | 5 | 13 | 0.278 | 7.5 | 3-9 | 1-1 | 2-5 | 3-8 | 3-7 | L 1 |
| Toronto | 4 | 13 | 0.235 | 8.0 | 3-9 | 1-3 | 2-5 | 2-8 | 1-9 | L 8 |
| Central |
Fréttir | |||||||||



