Haukar taka á móti Njarðvíkingum í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði í kvöld en þessi lið skipa tíunda og ellefta sæti Iceland Express deildar karla. Njarðvík með 10 stig í 10. sæti en Haukar með 4 stig í 11. sæti deildarinnar. Njarðvíkingar hafa betur innbyrðis með 16 stigum eftir 107-91 sigur á Haukum í Ljónagryfjunni.
Haukar þurfa því 17 stiga sigur í kvöld til að ná innbyrðisviðureigninni til baka. Tapi Haukar ná Njarðvíkingar 8 stiga forskoti á Hafnfirðinga en Haukasigur myndi brúa bilið milli þessara liða niður í fjögur stig.
Njarðvík og Fjölnir eru bæði með 10 stig en Fjölnismenn eru í 9. sæti, Njarðvíkursigur færir græna aðeins fjarri botninum um skeið því Fjölnismenn leika ekki fyrr en annað kvöld er þeir mæta Grindavík í Röstinni.
Í dag er 12 umferðum lokið í Iceland Express deild karla og því tíu leikir eftir eða 20 stig í pottinum. Vissulega getur margt breyst með 20 stigum og um miðbik deildarinnar er allt í hnút og alls ekkert fjarri lagi að Haukar og Njarðvíkingar geti blandað sér í þá baráttu en ásamt Fjölni eru þessi þrjú lið næst falli í 1. deild um þessar mundir ásamt nýliðum Vals sem enn eru án stiga.
Staðan í Iceland Express deild karla
| Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Sti m/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ![]() |
Grindavík | 12 | 11 | 1 | 22 | 1039/902 | 86.6/75.2 | 5/1 | 6/0 | 84.2/72.8 | 89.0/77.5 | 4/1 | 9/1 | 4 | 1 | 6 | 2/1 |
2. (2) |
KR | 12 | 8 | 4 | 16 | 1041/1008 | 86.8/84.0 | 5/1 | 3/3 | 84.2/78.3 | 89.3/89.7 | 4/1 | 7/3 | 4 | 2 | 2 | 2/2 |
3. (-1) |
Stjarnan | 12 | 8 | 4 | 16 | 1071/1014 | 89.3/84.5 | 3/3 | 5/1 | 86.8/84.2 | 91.7/84.8 | 3/2 | 6/4 | -2 | -2 | 2 | 3/1 |
4. (-1) |
Keflavík | 12 | 8 | 4 | 16 | 1102/1029 | 91.8/85.8 | 5/1 | 3/3 | 89.7/80.8 | 94.0/90.7 | 3/2 | 7/3 | -1 | -1 | 1 | 2/2 |
5. ![]() |
|



(2)
(-1)
