Andre Iguodala og félagar í Philadelphia 76ers tóku Chicago Bulls í kennslustund í nótt þegar þeir lögðu ,,Tuddana“ 98-82. Heilir 11 leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt þar sem Miami lá úti, Dallas lá heima og Bobcats… já Bobcats fengu enn einn skellinn.
Philadelphia 98-82 Chicago
Andre Iguodala og Thaddeus Young gerðu báðir 19 stig í liði 76ers en Iguodala bætti við 9 fráköstum og 4 stoðsendingum. Hjá Bulls var Derrick Rose með 18 stig en stigahæstur var C.J. Watson með 20 stig af bekknum og þar af lágu 4 af 7 þristum hjá kappanum.
Önnur úrslit næturinnar:
Orlando 109-103 Washington
Boston 100-64 Toronto
New Jersey 99-96 Detroit
Milwaukee 105-97 Miami
New Orleans 103-120 Phoenix
Dallas 86-95 Oklahoma
Minnesota 99-109 Indiana
San Antonio 99-91 Houston
Portland 112-68 Charlotte
Utah 105-107 LA Clippers



