Seint koma sumir en koma þó, við biðjumst velvirðingar á því hversu seint þessi leiklýsing birtist en Anton Tómasson sendi inn þessa grein á föstudagskvöld, því miður hafðist það ekki af að birta hana fyrr en núna.
ÍA í heimsókn í Hveragerði og tækifæri Skagamanna til að láta að sér kveðja í keppninni um sæti í úrlitakeppninni. Fyrir leikinn var sat í Hamar í 3-5.sæti með 16 stig og ÍA í 6.sæti með 12 strig.
Svavar Páll byrjaði leikinn ferskur og setti 9 stig í fyrst leikhluta en hjá gestunum var Watson með 8 stig. Hamar leiddi af loknum 1.leikhluta 22-18 eftir að ÍA hafði byrjað betur.
2.leikhluti bryjaði heimamönnum í vil og þegar hann var um það bil hálfnaður tóku ÍA leikhlé enda aðeins skorað 3 stig og sóknarleikurinn ekki að ganga upp hjá þeim gulu.. Louie Kirkman skoraði næsti 6 stig leiksins fyrir Hamar meðan lítið vildi ofnaí hjá ÍA. Louie gerði að vísu gott betur gott betur og skoraði alls 16 stig á 8 mínútna kafla 2.leikhluta sem Hamar vann 26-17. Hamar yfir í hálfleik 48-35 þar sem Louie var með 18 stig og Svavar Páll 13 stig fyrir Hanmar en hjá ÍA var Watson með 13 stig og Áskell með 6 stig. Athyglisvert að 9 af 12 leikmömnnum Hamars voru komnir á blað en hjá ÍA 7 leikmenn að setja stig.
3.leikhluti var fjörlegur framan af en gestunum gékk betur að skora en hingað til en gallin var sá að Hamar fylgdi eftir með jafngóðu skori og vann á endanum leikhlutann einnig 23-19. Svavar Páll var eini sem var með 4 villur og hvíldur í lok 3. og byrjun 4.leikhluta.
Watson byrjaði með látum í síðasta leikhlutanum og skoraði fyrstu 6 stigin í leikhlutanum og fyrstu 12 þeirra Skagamanna þar til Birkir setti 3ja stiga og minnkaði í 81-69 og Áskell minnkaði í 81-71 og 2;15 eftir. Hörður með 2 víti í kjölfarið og 8 stiga munur þegar Svavar Páll setur 2 stig og rífur frákast hinumegin en brotið á honum og tvö víti. Svavar misnotar bæði vítin og Watson setur 2 stig og um 57 sekúndur efitr. Raggi Nat tryggir sér tvennuna með 2 stigum og ÍA tekur leikhlé þegar um 44 sek. eru eftir og 85-75. Það sem eftir var skorað var af vítalínunni hjá báðum liðum þar sem ÍA hitti einu víti meria og vann leikhlutann 16-24 en dugði ekki til og heimamenn með sigur 87-78.
Stóri munurinn á liðunum var breiddin sem var áberandi meiri hjá heimamönnum og svo það að stóru mennirnir Svavar Páll og Raganr áttu mjög góðan leik og skiluðu miklu framlagi til sigurs Hvergerðinga! Svavar Páll var klárlega bestur í kvöld þóo svo Louie hafi átt best „runnið“ í kvöld í 2.leikhluta.
Watson bar uppi skorið hjá ÍA og var með 36 stig og 22 fráköst þrátt fyrir að nýta vítin sín ílla í fyrri hálfleik. Sigurður Rúnar var með 10 stig, Hörður Kristján 10 stig, Birkir Guðjóns 9 stig, Áskell 8 stig, Ómar Örn 3 stig/4fráköst og Dagur 2 stig.
Hjá heimaliðinu var Louie með 24 stig/7 fráköst, Svavar Páll 19 stig/10 fráköst, Ragnar 11 stig/12 frák., Halldór 8 stig, Bjartmar, Lárus og Björgvin 6 stig, Michael 5 stig og Bjarni Rúnar 2 stig.
Þau ánægjulegu tíðindi áttu sér stað í leiknum að inn á hjá Hamri kom Hjalti Valur og spilaði nokkrar mínútur. Hann hefur ekki spilað í meira en ár eftir krossbands-slit og gaman að sjá drenginn á dúknum aftur!
Mynd/ Úr safni: Svavar gerði 19 stig og tók 10 fráköst fyrir Hamar.
Umfjöllun/ Anton Tómasson



