spot_img
HomeFréttirLokaumferðin í Iceland Express deild kvenna

Lokaumferðin í Iceland Express deild kvenna

Í dag fer fram lokaumferðin í Iceland Express deild kvenna þar sem Keflavík fær afhentan deildarmeistaratitilinn í DHL-Höllinni að loknum leik þeirra gegn KR. Línur eru nokkuð skýrar fyrir þessa lokaumferð. Eina sem á eftir að skýrast er hvort Haukar eða Snæfell hafni í 3. sæti en Snæfell dugir sigur til að halda sætinu en tap og sigur hjá Haukum setur Snæfell í 4. sætið þar sem Haukar hafa betur innbyrðis.
Lokaumferðin:
 
15:00 Snæfell-Fjölnir
16:00 Njarðvík-Valur
16:30 Hamar-Haukar
16:30 KR-Keflavík
  
Fréttir
- Auglýsing -