spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppnin hafin í Svíþjóð - heimasigrar á línuna

Úrslitakeppnin hafin í Svíþjóð – heimasigrar á línuna

 Úrslitakeppnin í sænsku deildinni hófst í kvöld með þremur leikjum.   Íslendingaliðið Sundsvall Dragons tók á móti LF Basket, Sodertalje Kings tóku á móti Solna Vikings og Norrköping Dolphins tók á móti 08 Stockholm.  Sem fyrr segir voru það heimaliðin sem höfðu betur í þessum fyrsta leik í seríunni en leikið er í 5 leikja seríu.  
Jakob Sigurðsson fór fyrir sínu liði þegar Sundsvall Dragons vann LF Basket, 88-80.  Jakob skoraði 24 stig í leiknum og var stigahæsti maður vallarins.  Hlynur Bæringsson spilaði 28 mínútur í leiknum, skoraði 4 stig, hirti 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.    Sundsvall og LF Basket mætast næst á föstudaginn á heimavelli LF Basket en leikurinn í kvöld fór fram á heimavelli Sundsvall.
 
Logi Gunnarsson var í byrjunarliði Solna Vikings sem mátti sætta sig við 4 stiga tap gegn Södertalje Kings í kvöld, 86-82.  Logi spilaði 32 mínútur í leiknum og skoraði 11 stig en stigahæsti maður Solna var Jermaine Fonte Flowers með 21 stig.  Stigahæstur í liði Sodertalje var Kenneth Simms með stórleik, 27 stig og 12 fráköst.  Næsti leikur í einvígi þessara liða fer einnig fram á föstudagskvöldið, 23. mars, klukkan 18:04
 
Deildarmeistarar Nörrköping áttu í mesta bastli með 08 Stockholm sem stóðu vel í deildarmeisturunum og voru yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.  Nörrköping kláraði þó leikinn á lokamínútunum og hafði á endanum 3 stiga sigur, 75-72.  Helgi Magnússon spilaði 28 mínútur fyrir Stockholm og skoraði 11 stig ásamt því að hirða 3 fráköst.  Næsti leikur í þessu einvígi fer fram á laugardaginn klukkan 15:04 að íslenskum tíma.  
Fréttir
- Auglýsing -