spot_img
HomeFréttirMarvin Valdimarsson : Þetta verður stríð í Keflavík

Marvin Valdimarsson : Þetta verður stríð í Keflavík

Marvin Valdimarsson átti virkilega góðan leik fyrir Stjörnuna í kvöld þar sem hann tók af skarið í sóknarleik liðsins þegar mest á reyndi og skoraði 22 stig í leiknum.  Marvin gaf 3 stoðsendingar, hirti 3 fráköst og varði 2 skot í leiknum á þeim 34 mínútum sem hann spilaði.  Það er því ljóst að Marvin finnur sig vel í stóru leikjunum.
,,Þetta gekk vel í kvöld. Byrjaði reyndar aðeins erfiðlega en þetta kom hjá okkur, sérstaklega í fjórða leikhluta. Þá snérum við þessu við og náðum að inbyrða sigur."
 
Keflvíkingarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og höfðu náð nokkuð góðu forskoti strax í upphafi leiks, kom leikur Keflavíkur ykkur á óvart? 

,,Nei í rauninni ekki, við áttum alveg fastlega von á því að þeir myndu koma brjálaðir til leiks, bara svona Keflavík-style.  Það sem þeir gerðu, þeir komu aggressívir og voru að berjast í fráköstum.  Þeim gekk vel í fyrri hálfleik en við náðum að koma til baka."

Sóknarleikur Keflavíkur liggur mikið á nokkrum máttarstólpum, leggið þið upp með að loka á einhverja sérstaka leikmenn?

,,Að sjálfsögðu reynum við að loka á þrjá þeirra helstu kalla sem eru Parker, Cole og Maggi.  Við erum með betri breidd, þeir eru með þrjá frábæra leikmenn en við erum með betri breidd.."

Eftir baráttuleik í kvöld er ljóst að það verður ekki auðvelt að sækja sigur í Keflavík á mánudaginn? 

,,Nei þetta verður stríð í keflavík, Við vitum alveg hvað við erum að fara út í.  Þetta er mekka körfuboltans og það verður erfitt að fara þangað."

Mynd: Marvin Valdimarsson átti góðan leik fyrir Stjörnuna í kvöld – [email protected]

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -