spot_img
HomeFréttirMagnús Gunnarsson: Núna er bara úrslitaleikur

Magnús Gunnarsson: Núna er bara úrslitaleikur

Magnús "stórskytta" Gunnarsson lét ekki mikið fyrir sér fara í fyrsta leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Iceland Express deildarinnar.  Magnús setti þó 18 stig og gaf 6 stoðsendingar sem væri flottur leikur á flestum bæjum.  Það dugði þó ekki til og Magnús vill meina að hann geti og muni gera miklu betur í næsta leik.  Keflavík leiddi leikinn í kvöld löngum stundum og voru yfir þegar fjórði leikhluti var tæplega hálfnaður. Þeir missa forskotið þó niður á lokakaflanum og því velta menn því fyrir sér hvað fór úrskeiðis hjá Keflavík? 
,,Það klikkaði svosem ekkert mikið, við hættum bara að gera það sem við gerðum í byrjun leiks og byrjun þriðja leikhluta.  Í staðin fyrir að reyna að stoppa áhlaupið þeirra þá stoppar það ekki fyrr en þeir eru komnir yfir.  Þannig að þeir voru komnir með þeirra momentum í leikinn.  En við börðumst allan leikinn, kannski 95% af leiknum og við vorum bara klaufar að tapa Þessu."
 
Keflvíkingar ættu nú samt sem áður að geta tekið ýmislegt jákvætt með sér úr þessum leik ekki satt? 
 
,,Jújú, og líka hellings neikvætt.  Ef við hefðum gert það sem þjálfarinn sagði okkur að gera þá hefðum við unnið leikinn.  Það er það sem er svolítið fúllt, að berjast af krafti og gera svo smá einbeitingarleysi. Ef við lögum þetta og hlustum á þjálfaran þá vinnum við.  Og ef ég mæti til leiks þá vinnum við líka."
 
Stigaskorið dreyfist á fjóra yfirburðamenn í Keflavíkurliðinu, hefur Magnús áhyggjur af því að álagið segi til sín þegar reyni á ?
 
,,Mér sýnist það vera hjá öllum liðum.  Þeir treysta líka á þrjá fjóra menn hjá sér og við treystum á þrjá fjóra menn hjá okkur.  Þannig að ég held að það eigi ekki að segja neitt.  Eins og ég segi vorum við bara klaufar, við mættum ekki þessir þrír máttarstólpar í sókninni.  Þeir mættu ekki allir til leiks, það voru tveir útlendingar sem spiluðu hörku vel og þriðji máttarstólpurinn, hann mætti ekki alveg til leiks, hann var ekki alveg tilbúinn."
 
Æltaru þá að mæta tilbúinn í næsta leik?
 
,,Klárlega,  núna er bara úrslitaleikur, ef við töpum þá erum við dottnir út og á ég ekki bara að segja að mér líði best í þannig leikjum."
 
Mynd: Magnús Þór Gunnarsson setti nokkra þrista í kvöld og þar af tvo sem voru spjaldið ofaní – [email protected]
 
Fréttir
- Auglýsing -