Karfan TV fór í mars síðastliðnum með dyggri aðstoð DHL til Spánar á leik Zaragoza og Manresa að fylgjast með okkar mönnum, Jóni Arnóri og Hauki Helga sem leika með liðunum. Viðtöl voru tekin við kappana báða og hér er viðtalið við Jón Arnór.
Meðal þess sem Jón ræðir um er ástæða þess afhverju hann fór ekki í háskólaboltann, nýtt hlutverk í lífi hans ásamt mörgu öðru skemmtilegu efni. Hægt er að skoða viðtalið með því að smella hér.
Verkefnið var einnig gert í samstarfi við RÚV og eiga þeir þakkir fyrir.
Við vekjum athygli á að viðtalið er um 20 mínútur og skráin er stór þannig að ekki örvænta hún gæti tekið smá tíma að hlaðast inn. Fer allt eftir netgæðum heimilisins. Quicktime merkið mun vera á síðunni í smá stund og svo byrjar þetta að rúlla



